Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2024 06:35 Málefni Stuðla hafa mikið verið rædd síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03