Anton kveður sem sundmaður ársins og Snæfríður best fimmta árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 15:13 Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru sundfólk ársins 2024 líkt og síðustu ár. SSÍ Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2024, en þetta tilkynnti Sundsamband Íslands í dag. Anton hefur verið valinn sundmaður ársins á hverju ári frá og með árinu 2018 en ljóst er að þetta er í síðasta sinn sem þessi ferfaldi Ólympíufari hlýtur nafnbótina, því hann hefur nú lagt sundskýluna á hilluna. Snæfríður hefur nú verið valin sundkona ársins fimm ár í röð en er aðeins 24 ára og gæti því átt mörg ár eftir í greininni. Hér að neðan má sjá rökstuðning Sundsambands Íslands fyrir vali sínu. Sundkona ársins 2024 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 24 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2024, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður Sól varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 17 – 23 júní 2024. Snæfríður Sól tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hún 200m skriðsund og komst í undanúrslit en varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hún synti einnig 100m skriðsund og hafnaði í 19. sæti. Í desember 2024 keppti Snæfríður Sól á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Búdapest þar sem hún varð í 13. sæti í 100m skriðsundi og tvíbætti Íslandsmetið í þeirri grein. Snæfríður keppti einnig í 200m skriðsundi og varð í 14. sæti í þeirri grein. Snæfríður Sól setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól á þessu ári. Snæfríður Sól er í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundkonur í 200m skriðsundi í Evrópu í 25m laug. Hún er í 9. sæti á sama lista í 100m skriðsundi í 25m laug. Snæfríður er í 15. sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi í 50m laug. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir Sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 en tók líka þátt í Ólympíuleikum í Tokyo 2021. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður Sól stundar nú Sálfræði nám í Háskólanum í Álaborg. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2024. Sundmaður ársins 2024 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundmaður ársins, sjöunda árið í röð. Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50m í Belgrad í júni 2024 og varð í 4. sæti í 200m bringusundi. Anton tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hann 200m bringusund og komst í undanúrslit. Hann varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hann keppti einnig í 100m bringusundi og hafnaði í 25 sæti. Anton Sveinn er í 6. sæti á Evrópulistanum í 200m bringusundi í 50m laug og í 20. sæti á heimslistanum í sömu grein. Anton er fluttur heim eftir langa dvöl erlendis. Anton er hættur að æfa og keppa í sundi eftir langan og farsælan feril. Hann fór á ferna Ólympíuleika, vann silfur á EM og komst í úrslit á HM. Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju á ferlinum. Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum. Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2024. Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Anton hefur verið valinn sundmaður ársins á hverju ári frá og með árinu 2018 en ljóst er að þetta er í síðasta sinn sem þessi ferfaldi Ólympíufari hlýtur nafnbótina, því hann hefur nú lagt sundskýluna á hilluna. Snæfríður hefur nú verið valin sundkona ársins fimm ár í röð en er aðeins 24 ára og gæti því átt mörg ár eftir í greininni. Hér að neðan má sjá rökstuðning Sundsambands Íslands fyrir vali sínu. Sundkona ársins 2024 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 24 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2024, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður Sól varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 17 – 23 júní 2024. Snæfríður Sól tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hún 200m skriðsund og komst í undanúrslit en varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hún synti einnig 100m skriðsund og hafnaði í 19. sæti. Í desember 2024 keppti Snæfríður Sól á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Búdapest þar sem hún varð í 13. sæti í 100m skriðsundi og tvíbætti Íslandsmetið í þeirri grein. Snæfríður keppti einnig í 200m skriðsundi og varð í 14. sæti í þeirri grein. Snæfríður Sól setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól á þessu ári. Snæfríður Sól er í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundkonur í 200m skriðsundi í Evrópu í 25m laug. Hún er í 9. sæti á sama lista í 100m skriðsundi í 25m laug. Snæfríður er í 15. sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi í 50m laug. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir Sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 en tók líka þátt í Ólympíuleikum í Tokyo 2021. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður Sól stundar nú Sálfræði nám í Háskólanum í Álaborg. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2024. Sundmaður ársins 2024 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundmaður ársins, sjöunda árið í röð. Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50m í Belgrad í júni 2024 og varð í 4. sæti í 200m bringusundi. Anton tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hann 200m bringusund og komst í undanúrslit. Hann varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hann keppti einnig í 100m bringusundi og hafnaði í 25 sæti. Anton Sveinn er í 6. sæti á Evrópulistanum í 200m bringusundi í 50m laug og í 20. sæti á heimslistanum í sömu grein. Anton er fluttur heim eftir langa dvöl erlendis. Anton er hættur að æfa og keppa í sundi eftir langan og farsælan feril. Hann fór á ferna Ólympíuleika, vann silfur á EM og komst í úrslit á HM. Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju á ferlinum. Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum. Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2024.
Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn