„Við erum betri með Rashford“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 10:00 Ruben Amorim segist vilja ná fram því besta í Marcus Rashford að nýju. Getty/Justin Setterfield Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir lið sitt betra með Marcus Rashford innanborðs. Hann sé enn leikmaður félagsins og klár í næsta leik. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Enski boltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
„Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016.
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira