„Við erum betri með Rashford“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 10:00 Ruben Amorim segist vilja ná fram því besta í Marcus Rashford að nýju. Getty/Justin Setterfield Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir lið sitt betra með Marcus Rashford innanborðs. Hann sé enn leikmaður félagsins og klár í næsta leik. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira