Einn helsti sérfræðingur Sky Sports í sportinu er Wayne Mardle. Hann er fyrrum atvinnumaður í pílu en starfar nú sem sérfræðingur.
Mardle mun ekki koma nálægt útsendingum frá mótinu í ár en eiginkona hans Donna Mardle lést eftir stutta baráttu við veikindi í byrjun vikunnar.
Kollegar hans minntust Donnu í útsendingu Sky Sports Darts í gær og verður hennar minningu haldið á loftið allt mótið.
Sky Sports would like to send their thoughts, prayers and condolences to our commentator Wayne Mardle, following the passing of his wife Donna earlier this week. pic.twitter.com/iy2CN59XCP
— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 15, 2024