Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 12:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“ Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“
Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent