Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir og Elise Thorsnes urðu saman norskir meistarar í ár. @vifdamene Norsku meistararnir í Vålerenga fengu góðar fréttir í dag þegar lykilleikmaður liðsins ákvað að setja skóna ekki upp á hillu eins og voru einhverjar líkur á. Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Norski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene)
Norski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira