Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 12:01 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni þann 21. október. vísir/vilhelm Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira