„Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 18:45 Það var líf og fjör í leik Liverpool og Fulham í dag og Arne Slot gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Vísir/Getty Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool sagðist ekki geta beðið um meira af leikmönnum sínum en það sem þeir sýndu í 2-2 jafnteflinu gegn Fulham í dag. Liverpool spilaði einum færri lungann úr leiknum. „Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“ Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
„Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti