Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 07:01 Lamine Yamal og Lionel Messi komu báðir ungir inn hjá Barcelona og urðu nánast um leið algjörir lykilmenn liðsins. Getty/ Jürgen Fromme/David Ramos Lionel Messi ýtti undir samanburð sinn við Barcelona strákinn Lamine Yamal. Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira