Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 08:02 Íslensk börn voru dugleg að taka þátt í átakinu í ár. ÍSÍ Íþróttasamband Íslands hefur gert upp landsátakið Syndum sem lauk 30. nóvember síðastliðinn en fjallað er um það á heimasíðu sambandsins. Átakið er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu en markmið hennar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Átakið hófst með setningu í Ásvallalaug þann 1. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið. 31.271 km Til þess að taka þátt í átakinu skráðu þátttakendur sig til leiks á heimasíðu Syndum og skráðu metrana sem þeir syntu. Samtals lögðu landsmenn um 31.271 km að baki, sem samsvarar tæplega 24 hringjum (23,7) í kringum Ísland. Til samanburðar voru syntir 26.850 km á síðasta ári eða rúmlega 20 hringir í kringum Ísland. Það var því talsverð bæting á milli ára. Alls tóku sautján grunnskólar og fimm sundfélög og/eða sunddeildir þátt í átakinu í ár. Í tilefni af Alþjóðlegum degi barnsins þann 20. nóvember fékk ÍSÍ líka UNICEF í lið með sér. Þrír skólar verðlaunaðir Nemendur og iðkendur sundfélaga sem voru í sundi í nóvember voru hvattir til að synda fyrir hreinu vatni, handa börnum sem búa við erfið skilyrði þar sem skortur er á hreinu vatni. Að því loknu voru þrír vinningshafar dregnir úr þeim skólum og sundfélögum sem skráðu sig til leiks. Vinningshafarnir eru: Stekkjaskóli á Selfossi, Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði og Sunddeild Hvatar á Blönduósi. Þau fá hvert viðurkenningu frá UNICEF fyrir að hafa gefið 100.000 vatnshreinsitöflur, sem geta hreinsað 500.000 lítra af hreinu vatni, sem samsvarar vatnsmagni í 25 metra sundlaug. Krakkarnir i SH öflug Sundfélag Hafnarfjarðar tók átakið með trompi. Tæplega 179 þátttakendur skráðu metrana sína og syntu yfir tíu þúsund km eða um átta hringi í kringum Ísland. Innifalið í þeirri tölu eru allar æfingar í djúpu lauginni og það sem skráð var á sundmótum. Sú laug sem var með flesta skráða metra var Ásvallalaug í Hafnarfirði með 11.580,74 km. Næsta sundlaug á eftir var Vatnaveröld í Reykjanesbæ með skráða 8.954,26 km. Sundfélag Hafnarfjarðar á sannarlega sinn þátt í að koma Ásvallalaug á toppinn. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Sund ÍSÍ Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Átakið er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu en markmið hennar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Átakið hófst með setningu í Ásvallalaug þann 1. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið. 31.271 km Til þess að taka þátt í átakinu skráðu þátttakendur sig til leiks á heimasíðu Syndum og skráðu metrana sem þeir syntu. Samtals lögðu landsmenn um 31.271 km að baki, sem samsvarar tæplega 24 hringjum (23,7) í kringum Ísland. Til samanburðar voru syntir 26.850 km á síðasta ári eða rúmlega 20 hringir í kringum Ísland. Það var því talsverð bæting á milli ára. Alls tóku sautján grunnskólar og fimm sundfélög og/eða sunddeildir þátt í átakinu í ár. Í tilefni af Alþjóðlegum degi barnsins þann 20. nóvember fékk ÍSÍ líka UNICEF í lið með sér. Þrír skólar verðlaunaðir Nemendur og iðkendur sundfélaga sem voru í sundi í nóvember voru hvattir til að synda fyrir hreinu vatni, handa börnum sem búa við erfið skilyrði þar sem skortur er á hreinu vatni. Að því loknu voru þrír vinningshafar dregnir úr þeim skólum og sundfélögum sem skráðu sig til leiks. Vinningshafarnir eru: Stekkjaskóli á Selfossi, Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði og Sunddeild Hvatar á Blönduósi. Þau fá hvert viðurkenningu frá UNICEF fyrir að hafa gefið 100.000 vatnshreinsitöflur, sem geta hreinsað 500.000 lítra af hreinu vatni, sem samsvarar vatnsmagni í 25 metra sundlaug. Krakkarnir i SH öflug Sundfélag Hafnarfjarðar tók átakið með trompi. Tæplega 179 þátttakendur skráðu metrana sína og syntu yfir tíu þúsund km eða um átta hringi í kringum Ísland. Innifalið í þeirri tölu eru allar æfingar í djúpu lauginni og það sem skráð var á sundmótum. Sú laug sem var með flesta skráða metra var Ásvallalaug í Hafnarfirði með 11.580,74 km. Næsta sundlaug á eftir var Vatnaveröld í Reykjanesbæ með skráða 8.954,26 km. Sundfélag Hafnarfjarðar á sannarlega sinn þátt í að koma Ásvallalaug á toppinn. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Sund ÍSÍ Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira