Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2024 08:00 Lúðvík Pétursson lést þann 10. janúar síðastliðinn í vinnuslysi þegar hann var við sprungufyllingar í Grindavík. Vísir „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira