Mourinho daðrar við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 06:31 Jose Mourinho var í þrjú ár sem stjóri Real Madrid en náði ekki að vinna Meistaradeildina. Hann útilokar ekki að snúa aftur. Getty/Richard Sellers José Mourinho, þjálfari tyrkneska félagsins Fenerbahce, útilokar það ekki að taka aftur við spænska stórliðinu Real Madrid. Hvort félagið hafi áhuga á því er samt allt önnur saga. Mourinho er nú 61 árs en hann gerði Real að spænskum meisturum og spænskum bikarmeisturum á sínum tíma. Portúgalinn stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Hann vann hins vegar ekki Meistaradeildina sem Real Madrid átti eftir að vinna þrjú ár í röð undir stjórn Zinedine Zidane frá 2016 til 2018. Mourinho var spurður út í þann möguleika á blaðamannafundi að snúa til baka til Real Madrid. ESPN segir frá. Real Madrid gæti verið í þjálfaraleit á næstu árum því Carlo Ancelotti er líklegur til að stíga frá borði. „Ég hef alltaf sagt að ég er mikill aðdáandi Real Madrid. Þeir hafa nú besta þjálfarann í heimi, vin minn Carlo [Ancelotti]. Hann er að standa sig vel. Framtíðin ræðst á því hvað forsetinn [Florentino Perez] vill gera,“ sagði Mourinho. „Ef hann vill fá ungan þjálfara eins og Xabi [Alonso] eða halda áfram á sömu línu og með Carlo, þjálfara með reynslu. Hann gæti líka horft til þjálfara varaliðsins eins og Raul eða yngriflokkaþjálfarann [ Alvaro] Arbeloa. Það eru því margar leiðir færar,“ sagði Mourinho. Það fer ekkert á milli mála að hann sjálfur er þá gott dæmi um þjálfara með mikla reynslu. Samningur hins 65 ára gamla Ancelotti rennur út í júní 2026. Mourinho hélt áfram að daðra við Real Madrid. „Florentino [Perez] hefur ekki tekið margar slæmar ákvarðanir hjá Real og ég er viss um það, sem stuðningsmaður Real Madrid, að hann tekur rétta ákvörðun með næsta þjálfara,“ sagði Mourinho. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Mourinho er nú 61 árs en hann gerði Real að spænskum meisturum og spænskum bikarmeisturum á sínum tíma. Portúgalinn stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Hann vann hins vegar ekki Meistaradeildina sem Real Madrid átti eftir að vinna þrjú ár í röð undir stjórn Zinedine Zidane frá 2016 til 2018. Mourinho var spurður út í þann möguleika á blaðamannafundi að snúa til baka til Real Madrid. ESPN segir frá. Real Madrid gæti verið í þjálfaraleit á næstu árum því Carlo Ancelotti er líklegur til að stíga frá borði. „Ég hef alltaf sagt að ég er mikill aðdáandi Real Madrid. Þeir hafa nú besta þjálfarann í heimi, vin minn Carlo [Ancelotti]. Hann er að standa sig vel. Framtíðin ræðst á því hvað forsetinn [Florentino Perez] vill gera,“ sagði Mourinho. „Ef hann vill fá ungan þjálfara eins og Xabi [Alonso] eða halda áfram á sömu línu og með Carlo, þjálfara með reynslu. Hann gæti líka horft til þjálfara varaliðsins eins og Raul eða yngriflokkaþjálfarann [ Alvaro] Arbeloa. Það eru því margar leiðir færar,“ sagði Mourinho. Það fer ekkert á milli mála að hann sjálfur er þá gott dæmi um þjálfara með mikla reynslu. Samningur hins 65 ára gamla Ancelotti rennur út í júní 2026. Mourinho hélt áfram að daðra við Real Madrid. „Florentino [Perez] hefur ekki tekið margar slæmar ákvarðanir hjá Real og ég er viss um það, sem stuðningsmaður Real Madrid, að hann tekur rétta ákvörðun með næsta þjálfara,“ sagði Mourinho.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira