Að auki verður rætt við formann Eflingar en félagið deilir nú við SVEIT um kjarasamning sem gerður var við Virðingu, sem Efling segir að sé gervistéttarfélag.
Að auki fylgjumst við áfram með stjórnarmyndunarviðræðum og fjöllum um auglýsingar stjórnmálaflokkanna á samfélagsmiðlum en tugum milljóna var eytt í slíkar auglýsingar dagana fyrir kosningar.
Í sportinu verður rætt við formann KSÍ og hann spurður út í leitina að nýjum landsliðsþjálfara.