Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 08:50 Framkvæmdastjóri móðurfélags The Onion segir félagið enn staðráðið í því að eignast Infowars. Getty/Mario Tama Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira