Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:04 Eygló Fanndal Sturludóttir leyfði fylgjendum Weight Lifting House að fylgjast með æfingu á HM í Barein. @WeightLiftingHouse Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu. Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag. Lyftingar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag.
Lyftingar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira