Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:04 Eygló Fanndal Sturludóttir leyfði fylgjendum Weight Lifting House að fylgjast með æfingu á HM í Barein. @WeightLiftingHouse Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu. Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag. Lyftingar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag.
Lyftingar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira