Verð á kaffi sögulega hátt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 22:59 Morgunbollinn verður sífellt dýrari. EPA Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. Í dag hækkaði verð á arabica kaffibaunum, sem er vinsælasta tegund kaffibauna, upp í 3,44 Bandaríkjadali á pund. Það jafngildir 479 krónum á hver 453 grömm. Í umfjöllun Guardian segir að verð á kaffibaununum hafi hækkað um 80 prósent á árinu. Þá hefur verð á robusta kaffibaunum, sem eru ódýrari og eru meðal annars notaðar í neskaffi, næstum tvöfaldast á árinu. Í lok nóvember var verð á slíkum kaffibaunum 5694 Bandaríkjadalir á tonn. Verðhækkanirnar eru til komnar vegna spáa um minni uppskeru á kaffibaunum í ár eftir að óveður reið yfir í Brasilíu og Víetnam, þar sem kaffibaunir eru ræktaðar í stórum stíl, og eyðilagði plantekrur. Þá heldur eftirspurn eftir kaffi áfram að aukast milli ára. Svipuð staða vegna kakóbauna Matvælaframleiðandinn Nestlé, sem á bæði vörumerkin Nescafé og Nespresso, tilkynnti í síðasta mánuði að verð á kaffi komi til með að hækka og skammtastærðir komi í leið til með að minnka. Verð á Nescafé hefur hækkað um fimmtán prósent á núliðnu ári á breskum markaði, að því er kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá tilkynnti ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza í sumar að verð á kaffi yrði áfram „mjög hátt“ og að ólíklega tæki það við sér fyrr en um mitt ár 2025. Giuseppe Lavazza forstjóri Lavazza sagðist þá aldrei hafa séð aðra eins verðhækkun og að framleiðandinn væri undir gríðarlegu álagi. Verðmet á kaffi var síðast slegið árið 1977 þegar snjókoma í Brasilíu olli því að plantekrur eyðilögðust. Auk kaffibauna hefur gríðarleg verðhækkun orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. Íslendingar hafa þegar þurft að bera hallann af þeirri verðhækkun en verð á súkkulaði hækkaði um 123 prósent á einu ári. Drykkir Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 9. desember 2024 11:17 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. 5. desember 2024 14:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í dag hækkaði verð á arabica kaffibaunum, sem er vinsælasta tegund kaffibauna, upp í 3,44 Bandaríkjadali á pund. Það jafngildir 479 krónum á hver 453 grömm. Í umfjöllun Guardian segir að verð á kaffibaununum hafi hækkað um 80 prósent á árinu. Þá hefur verð á robusta kaffibaunum, sem eru ódýrari og eru meðal annars notaðar í neskaffi, næstum tvöfaldast á árinu. Í lok nóvember var verð á slíkum kaffibaunum 5694 Bandaríkjadalir á tonn. Verðhækkanirnar eru til komnar vegna spáa um minni uppskeru á kaffibaunum í ár eftir að óveður reið yfir í Brasilíu og Víetnam, þar sem kaffibaunir eru ræktaðar í stórum stíl, og eyðilagði plantekrur. Þá heldur eftirspurn eftir kaffi áfram að aukast milli ára. Svipuð staða vegna kakóbauna Matvælaframleiðandinn Nestlé, sem á bæði vörumerkin Nescafé og Nespresso, tilkynnti í síðasta mánuði að verð á kaffi komi til með að hækka og skammtastærðir komi í leið til með að minnka. Verð á Nescafé hefur hækkað um fimmtán prósent á núliðnu ári á breskum markaði, að því er kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá tilkynnti ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza í sumar að verð á kaffi yrði áfram „mjög hátt“ og að ólíklega tæki það við sér fyrr en um mitt ár 2025. Giuseppe Lavazza forstjóri Lavazza sagðist þá aldrei hafa séð aðra eins verðhækkun og að framleiðandinn væri undir gríðarlegu álagi. Verðmet á kaffi var síðast slegið árið 1977 þegar snjókoma í Brasilíu olli því að plantekrur eyðilögðust. Auk kaffibauna hefur gríðarleg verðhækkun orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. Íslendingar hafa þegar þurft að bera hallann af þeirri verðhækkun en verð á súkkulaði hækkaði um 123 prósent á einu ári.
Drykkir Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 9. desember 2024 11:17 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. 5. desember 2024 14:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 9. desember 2024 11:17
Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. 5. desember 2024 14:55