FH vann Selfoss með tíu marka mun, 35-25 og Valur vann Gróttu með þriggja marka mun, 29-26.
Áður höfðu ÍR, Stjarnan, Fram, ÍBV, KA og Afturelding tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum í nóvember en leikjum Vals og FH var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópudeildinni.
FH og Valur vita þegar hvaða mótherjar bíða liðanna í næstu umferð bikarsins. Valur er á útivelli á móti Fram en FH á útivelli á móti ÍBV en leikirnir í átta liða úrslitunum frá fram 17. og 18. desember næstkomandi.
FH-ingar unnu sannfærandi sigur á 1. deildarliði Selfoss á Selfossi, 35-25. Jóhannes Berg Andrason skoraði átta mörk fyrir FH og Birgir Már Birgisson var með sex mörk.
Það var mun meiri spenna í hinum leiknum en Valsmenn voru sterkari á endanum og unnu þriggja marka sigur.
Grótta var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, en heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti og voru komnir yfir í 23-22, um miðjan hálfleikinn. Björgvin Páll Gústavsson skoraði þá yfir allan völlinn. Valsmenn voru síðan sterkari.
Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Val með níu mörk og Allan Norðberg skoraði fimm mörk.