Ísland ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016 Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 12:02 Íslenska sundfólkið ásamt teyminu sem þeim fylgir út til Búdapest að Hrafnhildi Lúthersdóttur undanskilinni en hún mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun af hópnum á meðan á mótinu stendur. Mynd: Sundsamband Íslands Heimsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni átta keppendur til leiks. Reynslubolta í bland við efnilegt sundfólk. Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund. Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund.
Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun
Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira