Antonio var fluttur með hraði á spítala eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi í gær. West Ham greindi svo frá því síðdegis að hann væri með meðvitund og gæti tjáð sig.
Í dag tilkynnti West Ham svo að Antonio væri búinn í aðgerð vegna fótbrots. Hann verður undir eftirliti á spítala næstu daga.
𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞
— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024
West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.
Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU
Í tilkynningunni er Antonio óskað skjóts bata. Þá þakkar West Ham fyrir stuðning fótboltafjölskyldunnar síðan fréttir af slysinu bárust.
Ljóst er að Antonio verður frá keppni í einhvern tíma. Hann hefur leikið með West Ham frá 2015 og er markahæsti leikmaður liðsins í ensku úrvalsdeildinni með 68 mörk.