Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 08:03 Daníel Tristan Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir síðustu helgi og setti þrennu. malmö Eftir að hafa skorað þrennu í bikarleik í vikunni hefur Daníel Tristan Guðjohnsen framlengt samning sinn við sænska félagið Malmö. Samningurinn gildir nú til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2028. Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira