Leikurinn fór fram á Ullevaal í Osló, þjóðarleikvangi Norðmanna. Í deildinni endaði Molde í 6. sæti, einu stigi og sæti ofar en Fredrikstad.
Molde var hættulegri aðilinn í leiknum og kom fimm skotum á mark Fredrikstad en ekkert þeirra rataði inn. Fredrikstad sá örlítið meira af boltanum en skapaði fá marktækifæri.
Leiknum lauk því með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu, sem dugði ekki heldur til að skilja liðin að og því var farið í vítaspyrnukeppni.
Eirik Haugan klúðraði fyrsta víti Molde. Allir aðrir leikmenn skoruðu úr sínum spyrnum, Júlíus Magnússon tók síðustu spyrnu Fredrikstad og tryggði þeim titilinn.
❤️🤍🏆 pic.twitter.com/Uy4S6pNzwI
— Fredrikstad FK (@fredrikstadfk) December 7, 2024
Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Fredrikstad síðan 2006 og sá tólfti í sögu félagsins, sem hefur verið á góðu flugi undanfarið eftir mikla lægð árin áður.
Tilbake der den hører hjemme! 🏆 pic.twitter.com/ZDAepuKTJs
— Fredrikstad FK (@fredrikstadfk) December 7, 2024