Við fylgjumst áfram með meirihlutaviðræðum þeirra þriggja flokka sem setið hafa síðustu daga við það verkefni.
Einnig fjöllum við um kennaradeiluna sem ekki er lokið þótt verkföllum hafi verið frestað á dögunum.
Að auki verður fjallað um jarðeldana á Reykjanesi en svo virðist vera sem jarðris sé hafið að nýju á svæðinu, sem bendir til þess að yfirstandandi eldgos sé ekki það síðasta í röðinni.
Í íþróttapakka dagsins er fjallað um gengi íslandsmeistara Vals í körfunni sem hefur verið afleitt það sem af er móti.