Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Rafael Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í mars en hér sést hann meðal áhorfenda á leik í ítölsku deildinni. Getty/ James Gill Rafael Benítez segir það alveg koma til greina að taka við norska karlalandsliðinu í fótbolta. Umræða um Spánverjann sem næsta þjálfara norska liðsins flæðir um norska fjölmiðla þessa dagana. Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea. Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea.
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira