Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 14:55 Verð á hráefni hefur hækkað um 123 prósent á einu ári að sögn Hinriks Hinrikssonar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“ Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Sjá meira
Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“
Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03