Guéhi var varaður við eftir að hann skrifaði „Ég elska Jesú“ á fyrirliðabandið sitt í leik helgarinnar sem var á móti Newcastle United.
Öll félögin í deildinni fengu marglita fyrirliðabönd til að nota um helgina og var ætlunin að styðja með því við LGBTQ+ samfélagið og fjölbreytileikann.
Enska úrvalsdeildin ákvað að refsa ekki leikmanninum fyrir uppátæki sitt um helgina en varaði hann við að það væri ekki leyfilegt að vera með trúarleg skilaboð á búningi eða öðrum klæðnaði sínum í leikjum.
Guéhi gerði lítið úr þeim varnaðarorðum og skrifaði aftur Jesú á fyrirliðabandið fyrir leikinn sinn í gærkvöldi.
Í stað þess að skrifa „Ég elska Jesú“ þá skrifaði hann að þessu sinni „Jesú elskar þig“ á fyrirliðabandið.
Guéhi er mjög trúaður en það er ólíklegt að hann sleppi aftur jafnvel og síðast. Það má búast við sekt og jafnvel leikbanni.
Crystal Palace defender Marc Guéhi wrote "Jesus loves you" on his rainbow-coloured captain's armband against Ipswich Town despite a reminder from England's Football Association (FA) over religious messages. pic.twitter.com/va8eWVy2hk
— ESPN UK (@ESPNUK) December 3, 2024