Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 11:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Á þriðja ársfjórðungi 2024 var 45,7 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 84 milljarða króna betri útkoma en ársfjórðunginn á undan en 40,9 milljarða króna lakari útkoma en á sama fjórðungi árið 2023. Í tilkynningu Seðlabanka um viðskiptajöfnuð segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 76 milljarðar króna en 140,5 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 6,6 milljarða króna halla og rekstrarframlög 12,2 milljarða króna halla. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2024 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Staðan jákvæð um 40,2 prósent af landsframleiðslu Í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.793 milljarða króna eða 40,2 prósent af vergri landsframleiðslu og hafi batnað um 130 milljarðar króna eða 2,9 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 6.351 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.558 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 39 milljarðar króna vegna fjármagnsviðskipta. Erlendar eignir hafi aukist um 76 milljarða króna og skuldir um 37 milljarða króna. Innlend hlutabréf hækkað talsvert meira Gengis- og verðbreytingar hafi aukið virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og minnkað virði skulda um 5 milljarða króna og því leitt til 109 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi lækkað um tæp 0,4 prósent í fjórðungnum miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 6 prósent milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 8,9 prósent. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu Seðlabanka um viðskiptajöfnuð segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 76 milljarðar króna en 140,5 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 6,6 milljarða króna halla og rekstrarframlög 12,2 milljarða króna halla. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2024 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Staðan jákvæð um 40,2 prósent af landsframleiðslu Í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.793 milljarða króna eða 40,2 prósent af vergri landsframleiðslu og hafi batnað um 130 milljarðar króna eða 2,9 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 6.351 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.558 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 39 milljarðar króna vegna fjármagnsviðskipta. Erlendar eignir hafi aukist um 76 milljarða króna og skuldir um 37 milljarða króna. Innlend hlutabréf hækkað talsvert meira Gengis- og verðbreytingar hafi aukið virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og minnkað virði skulda um 5 milljarða króna og því leitt til 109 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi lækkað um tæp 0,4 prósent í fjórðungnum miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 6 prósent milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 8,9 prósent.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira