Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Magnús Jochum Pálsson, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 30. nóvember 2024 19:17 Kristín Edwald segir að búast megi við því að kjörgögn og atkvæðakassar muni berast seinna vegna veðurs og færðar. Vísir/Einar Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira