„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 20:31 Sigurður Bjarnason í Lýðræðisflokki trúir því að þjóðin sé að opna augun fyrir því sem sé að gerast í íslenskri pólitík. Þorgerður er brött og Ásmundur vongóður en þreyttur. Vísir/Einar Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum. Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum.
Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira