„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 12:07 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Einar Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum. Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega. Megi ekki týna sér í kaupgleðinni Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður. „Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“ Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Ekki gleyma að lifa og njóta“ „Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“ Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru. „Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“ Verslun Neytendur Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega. Megi ekki týna sér í kaupgleðinni Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður. „Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“ Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Ekki gleyma að lifa og njóta“ „Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“ Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru. „Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“
Verslun Neytendur Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira