Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:46 Cole Campbell í leik með aðalliði Dortmund á þessu tímabili. Hann hefur spilað í Meistaradeildinni. Getty/Stuart Franklin Goal í Bandaríkjunum fjallar um hinn bandaríska-íslenska William Cole Campbell og býst við miklu af stráknum í framtíðinni. Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_) Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_)
Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira