Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Frá fundi fólksins á síðasta ári. Anton Brink Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu milli klukkan 14 og 18 í dag. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Í tilkynningu segir boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynni sína starfsemi. Í lokin fari fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóði fram á landsvísu í þingkosningum. „Áherslan á ráðstefnunni í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið. Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar. Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, styrkja starfsumhverfi þeirra og ímynd, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn. Fundur fólksins Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í tilkynningu segir boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynni sína starfsemi. Í lokin fari fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóði fram á landsvísu í þingkosningum. „Áherslan á ráðstefnunni í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið. Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar. Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, styrkja starfsumhverfi þeirra og ímynd, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.
Fundur fólksins Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira