Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2024 21:10 Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta rit sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar. Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira