Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu.
Hún segir að einungis gjósi úr nyrsta gígnum. „Hinir hafa lognast út af,“ segir Salóme.
Lítið sem ekkert berist í átt að Svartsengi. „Ef það er, er það mjög lítið og sést allavega ekki á yfirborði.“
Í tilkynningu veðurstofunnar í dag sagði að samhliða þessari þróun hafi dregið úr sigi umhverfis Svartsengi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að síðustu mælipunktar á GNSS-mælum sýni breytingar í þá átt.