„Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. nóvember 2024 22:02 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins að gefa þumalinn upp Vísir/Anton Brink Evrópukeppni FH-inga lauk með fjögurra marka tapi gegn Fenix Toulouse 25-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ósáttur með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Sjá meira
„Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Sjá meira