Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 22:01 Það er mikilvægt að bera sig rétt að í kjörklefanum vilji maður forðast að ógilda atkvæði sitt. Vísir/Vilhelm Það er grundvallaratriði að eiga ekki við lista annarra flokka en þess sem maður hyggst kjósa en slíkt getur ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ. Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira