Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:40 Gestir í síðasta kosningapallborði fyrir Alþingiskosningar voru afar líflegir og skemmtilegir en það sem mest er um vert þá sögðu þeir fjölmargt fróðlegt, enda miklir sérfræðingar á sínu sviði. Á myndinni eru þau Eiríkur Bergmann og Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm Hneykslismál stjórnmálamanna hafa alls ekki jafn mikið vægi hjá kjósendum og þeim er gefið í stjórnmálaumræðunni og í fjölmiðlum. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, og Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, tekur undir. Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51