Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 14:49 Þóra Ásgeirdóttir hafði heldur betur fréttir að færa í Pallborðinu en þar upplýsti hún að ekki væru miklar breytingar í næstu könnun Maskínu, sem eru stórfréttir í sjálfu sér, nema að það væri eitthvað mikið að gerast í tengslum við Flokk fólksins. vísir/vilhelm Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, fékk til sín þau Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, Eirík Bergmann, stjórmálafræðiprófessor við Bifröst, Huldu Þórisdóttur, prófessor í stjórnmálasálfræði við HÍ og Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema við Hí og fóru þau yfir helstu línur nú þegar tæp vika er til Alþingiskosninga. Fréttastofa mun birta glænýjar fylgistölur Maskínu á fimmtudaginn næst komandi, þær síðustu fyrir kjördag en Þóra kíkti í gögnin áður en hún mætti í Pallborðið. Ekki væru miklar breytingar í kortunum. Tíðinda að vænta af fylgi Flokks fólksins Þóra sagði að við blasti gjörbreytt landslag þar sem Samfylkingin og Viðreisn væru á miklu flugi. „Í síðustu könnun var í fyrsta skipi í langan tíma sem Samfylkingin fór upp meðan Viðreisn hefur stöðugt verið á uppleið,“ sagði Þóra en Margrét Helga, umsjónarmaður Pallborðsins, setti upp mynd af því hvernig síðasta könnun Maskínu kom út. Þóra sagði ekki mikilla breytinga á vænta í næstu könnun frá Maskínu, sem eru stórtíðindi í sjálfu sér.vísir/vilhelm „Já, ég kíkti áður en ég kom og það er ekki mikið að gerast miðað við þetta. Ég er hissa að sjá þetta en nokkrir flokkar virðast vera botnfrosnir og lítið að gerast þar. Ef það er eitthvað að gerast þá er það í kringum Flokk fólksins sem síðast stóð í tæpum níu prósentum.“ Meira vildi Þóra ekki upplýsa á þessu stigi máls. Ekki hvort Flokkur fólksins sé að rjúka upp í næstu könnun eða súnka. Inga Sæland, formaður flokksins sagði í Samtalinu að hún ætli með flokkinn upp í 15 prósent þannig að hugsanlega verður henni að ósk sinni. „Mér finnst þetta nógu miklar fréttir,“ sagði Þóra og beit í tunguna á sér þegar Margrét Helga reyndi að veiða meira uppúr henni. „Þetta er bara seigfljótandi, ekkert dramatískt að gerast annað.“ Hneykslismálin ná ekki að rugga neinum bátum Þóra vakti athygli á og taldi merkilegt, að fylgi tveggja stjórnarflokka, Vinstri grænna og svo Framsóknarflokksins, virtist botnfrosnir dansaði í kringum fimm prósenta línuna. Brynjólfur Gauti og Hulda Þórisdóttir fóru yfir kosningaspár í Pallborðinu.vísir/vilhelm Þóra var þá spurð um hneykslismál sem upp hafa komið, en hún sagði að þau virtust ekki hafa haft mikið að segja þegar litið væri til fylgismælinga. „Við sáum það ekki í gögnunum með Þórð Snæ Júlíusson, að það færi niður, þótt mikið væri um það talað. Við sáum svo sem ekkert dropp hjá Sjálfstæðisflokknum þegar þetta Jóns Gunnarssonar-mál kom upp. Og ég var heldur ekki að sjá neitt dramatískt dropp hjá Miðflokknum eftir þetta VMA mál.“ Umturnun á íslensku flokkakerfi að raungerast Eiríkur Bergmann sagði ljóst að við værum að gera alltof mikið úr slíkum málum. Umturnun á flokkakerfinu á Ísland væri að sýna sig í þessum tölum. Eiríkur Bergmann sagði allt of mikið gert úr stöku hneykslismálum í kringum kosningar, áhrif þeirra væru ofmetin.vísir/vilhelm „Vinstri græn er hluti af fjórflokknum en mælist nú stöðugt út af þingi. Þau gætu hugsanlega náð einhverjum kjördæmakjörnum en eru ekki að fara að ná yfir þennan fimm prósenta þröskuld. Þetta eru stórfréttir. Framsókn er í bullandi fallhættu líka og formaðurinn mjög ólíklega inni á þingi, það þarf kraftaverk til að ná honum inn.“ Þá benti Eiríkur á að Sjálfstæðisflokkurinn, sem borið hafi ægishjálm yfir íslensk stjórnmál, væri nú stöðugt að mælast sem þriðji stærsti flokkur landsins. Þetta væru heldur betur tíðindi. Pallborð Vísis var einstaklega fróðlegt að þessu sinni og er það aðgengilegt í heild sinni hér neðar. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Flokkur fólksins Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, fékk til sín þau Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, Eirík Bergmann, stjórmálafræðiprófessor við Bifröst, Huldu Þórisdóttur, prófessor í stjórnmálasálfræði við HÍ og Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema við Hí og fóru þau yfir helstu línur nú þegar tæp vika er til Alþingiskosninga. Fréttastofa mun birta glænýjar fylgistölur Maskínu á fimmtudaginn næst komandi, þær síðustu fyrir kjördag en Þóra kíkti í gögnin áður en hún mætti í Pallborðið. Ekki væru miklar breytingar í kortunum. Tíðinda að vænta af fylgi Flokks fólksins Þóra sagði að við blasti gjörbreytt landslag þar sem Samfylkingin og Viðreisn væru á miklu flugi. „Í síðustu könnun var í fyrsta skipi í langan tíma sem Samfylkingin fór upp meðan Viðreisn hefur stöðugt verið á uppleið,“ sagði Þóra en Margrét Helga, umsjónarmaður Pallborðsins, setti upp mynd af því hvernig síðasta könnun Maskínu kom út. Þóra sagði ekki mikilla breytinga á vænta í næstu könnun frá Maskínu, sem eru stórtíðindi í sjálfu sér.vísir/vilhelm „Já, ég kíkti áður en ég kom og það er ekki mikið að gerast miðað við þetta. Ég er hissa að sjá þetta en nokkrir flokkar virðast vera botnfrosnir og lítið að gerast þar. Ef það er eitthvað að gerast þá er það í kringum Flokk fólksins sem síðast stóð í tæpum níu prósentum.“ Meira vildi Þóra ekki upplýsa á þessu stigi máls. Ekki hvort Flokkur fólksins sé að rjúka upp í næstu könnun eða súnka. Inga Sæland, formaður flokksins sagði í Samtalinu að hún ætli með flokkinn upp í 15 prósent þannig að hugsanlega verður henni að ósk sinni. „Mér finnst þetta nógu miklar fréttir,“ sagði Þóra og beit í tunguna á sér þegar Margrét Helga reyndi að veiða meira uppúr henni. „Þetta er bara seigfljótandi, ekkert dramatískt að gerast annað.“ Hneykslismálin ná ekki að rugga neinum bátum Þóra vakti athygli á og taldi merkilegt, að fylgi tveggja stjórnarflokka, Vinstri grænna og svo Framsóknarflokksins, virtist botnfrosnir dansaði í kringum fimm prósenta línuna. Brynjólfur Gauti og Hulda Þórisdóttir fóru yfir kosningaspár í Pallborðinu.vísir/vilhelm Þóra var þá spurð um hneykslismál sem upp hafa komið, en hún sagði að þau virtust ekki hafa haft mikið að segja þegar litið væri til fylgismælinga. „Við sáum það ekki í gögnunum með Þórð Snæ Júlíusson, að það færi niður, þótt mikið væri um það talað. Við sáum svo sem ekkert dropp hjá Sjálfstæðisflokknum þegar þetta Jóns Gunnarssonar-mál kom upp. Og ég var heldur ekki að sjá neitt dramatískt dropp hjá Miðflokknum eftir þetta VMA mál.“ Umturnun á íslensku flokkakerfi að raungerast Eiríkur Bergmann sagði ljóst að við værum að gera alltof mikið úr slíkum málum. Umturnun á flokkakerfinu á Ísland væri að sýna sig í þessum tölum. Eiríkur Bergmann sagði allt of mikið gert úr stöku hneykslismálum í kringum kosningar, áhrif þeirra væru ofmetin.vísir/vilhelm „Vinstri græn er hluti af fjórflokknum en mælist nú stöðugt út af þingi. Þau gætu hugsanlega náð einhverjum kjördæmakjörnum en eru ekki að fara að ná yfir þennan fimm prósenta þröskuld. Þetta eru stórfréttir. Framsókn er í bullandi fallhættu líka og formaðurinn mjög ólíklega inni á þingi, það þarf kraftaverk til að ná honum inn.“ Þá benti Eiríkur á að Sjálfstæðisflokkurinn, sem borið hafi ægishjálm yfir íslensk stjórnmál, væri nú stöðugt að mælast sem þriðji stærsti flokkur landsins. Þetta væru heldur betur tíðindi. Pallborð Vísis var einstaklega fróðlegt að þessu sinni og er það aðgengilegt í heild sinni hér neðar.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Flokkur fólksins Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent