Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 12:15 Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji. Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira