Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 12:15 Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji. Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira