Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 20:38 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Vísir Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira