Leipzig gróf sér fimm marka holu um miðjan seinni hálfleik en tókst að koma til baka og tryggja sér dramatískan 29-28 sigur.
Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins en það skoraði Franz Semper.
Markahæsti leikmaður liðsins var aftur á móti Viggó Kristjánsson sem skoraði 9 mörk og gaf 2 stoðsendingar að auki.
Andri Már Rúnarsson var líka öflugur með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar.
Bietigheim-Metterzimmern var 22-17 yfir en Leipzig vann lokakafla leiksins 12-6.
Leipzig komst í 3-0 í upphafi leiks og var með frumkvæðið framan af leik. Bietigheim sneri leiknum við í lok hálfleiksins og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 17-14.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig, tókst að koma sínum mönnum í gang og þeir voru sterkari á æsispennandi lokamínútum.
Leipzig, sem vann þarna annan sigurinn í röð, er í 10. sæti með 12 stig en Bietigheim-Metterzimmern er í 13. sætinu með sjö stig.