Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:09 Margrét Eyjólfsdóttir með tíkina sína Lady sem líður afskaplega vel í Grindavík, bara svo lengi sem jarðskjálftahrina er ekki yfirstandandi. Margrét Eyjólfsdóttir Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10