Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 07:39 Davíð Þór sagði ekkert að marka tölur um jöfnuð; hellingur af fólki byggi við skort. Vísir/Vilhelm „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira