Vika er liðin frá síðustu könnun, sem er langur tími í pólitík eins og stundum er sagt og við spáum í spilin varðandi fylgisþróunina.
Eldgosið sem hófst í gærkvöldi á Reykjanesskaganum verður síðan að sjálfsögðu fyrirferðarmikið en þetta er tíunda gosið í röðinni og það sjöunda á þessu ári.
Að auki fjöllum við um undarlega uppákomu sem átti sér stað í VMA á Akureyri þar sem fulltrúum Miðflokksins var vísað út úr byggingunni.
Í íþróttapakkanum er það síðan kvennalandsliðið okkar í handbolta sem verður í forgrunni.