Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 01:07 Ljósmyndari Vísis Vilhelm Gunnarsson stendur vaktina á eldgosasvæðinu sem fyrr. Hann hefur myndað níu eldgos á svæðinu í bak og fyrir. Nú bætist það tíunda við. Vísir/vilhelm Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51