Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Ruben Amorim þegar hann mætti í viðtal við MUTV stöðina á Old Trafford. Getty/Ash Donelon Rúben Amorim er tekinn við liði Manchester United en ólíkt forvera sínum þá fær hann ekki að kaupa leikmenn fyrir stórfé í næsta glugga. Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar. Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira