Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 21:02 Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík segir að huga þurfi vel að félagslegum áhrifum verkfallsaðgerða kennara. Vísir/Anton Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25
„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13