Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 14:32 Síðast fóru fram forsetakosningar á Íslandi fyrr á þessu ári, en nú er komið að alþingiskosningum. Vísir/Anton Brink Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. „Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira