Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2024 14:53 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta mark Bayern München gegn Jena. getty/Boris Streubel Eftir að hafa gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni vann Bayern München 5-0 sigur á Jena í dag. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta mark Bæjara í leiknum. Bayern er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Frankfurt er í 2. sætinu, einnig með 23 stig, og Bayer Leverkusen getur einnig náð 23 stigum með sigri á RB Leipzig seinna í dag. Glódís kom Bayern á bragðið á 19. mínútu. Hún skallaði þá hornspyrnu Georgiu Steinway í netið og skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu. Glódís hefur alls skorað tíu mörk fyrir Bayern síðan hún kom til félagsins 2021. Nach einer schönen Flanke von @StanwayGeorgia steigt @glodisperla am Fünfereck hoch und köpft zu ihrem 10. Tor für den #FCBayern und zur Führung ein! 💪🔴 #FCBFCC | 1:0 | 19' https://t.co/v75Z6zb2r0 pic.twitter.com/7Yzkl234wO— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) November 17, 2024 Þýska landsliðskonan Klara Buhl tvöfaldaði forskot Bayern tíu mínútum eftir mark Glódísar og staða þýsku meistaranna því vænleg. Bæjarar bættu svo þremur mörkum við undir lokin í seinni hálfleik. Lea Schuller skoraði tvö markanna og Jovana Damnjanovic eitt. Lokatölur 5-0 sigur Bayern. Næsti leikur liðsins er gegn Vålerenga í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur er svo gegn Freiburg eftir viku. Síðan kemur landsleikjahlé. Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Bayern er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Frankfurt er í 2. sætinu, einnig með 23 stig, og Bayer Leverkusen getur einnig náð 23 stigum með sigri á RB Leipzig seinna í dag. Glódís kom Bayern á bragðið á 19. mínútu. Hún skallaði þá hornspyrnu Georgiu Steinway í netið og skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu. Glódís hefur alls skorað tíu mörk fyrir Bayern síðan hún kom til félagsins 2021. Nach einer schönen Flanke von @StanwayGeorgia steigt @glodisperla am Fünfereck hoch und köpft zu ihrem 10. Tor für den #FCBayern und zur Führung ein! 💪🔴 #FCBFCC | 1:0 | 19' https://t.co/v75Z6zb2r0 pic.twitter.com/7Yzkl234wO— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) November 17, 2024 Þýska landsliðskonan Klara Buhl tvöfaldaði forskot Bayern tíu mínútum eftir mark Glódísar og staða þýsku meistaranna því vænleg. Bæjarar bættu svo þremur mörkum við undir lokin í seinni hálfleik. Lea Schuller skoraði tvö markanna og Jovana Damnjanovic eitt. Lokatölur 5-0 sigur Bayern. Næsti leikur liðsins er gegn Vålerenga í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur er svo gegn Freiburg eftir viku. Síðan kemur landsleikjahlé.
Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira