Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. nóvember 2024 11:09 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús, segir bruna í varphúsi búsins vera mikið áfall en nú sé bara að bretta upp ermar. Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira