Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 23:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, og nýju bikarinn sem er vel merktur honum. Getty/Rob Kim/FIFA Gianni Infantino, forseti FIFA, kynnti í vikunni nýjan og glæsilegan bikar sem keppt verður um í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða næsta sumar. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024 HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira